KVENNABLAÐIÐ

Tvíburasystur eru nú tvíburabræður: Myndband

Það er erfitt og flókið ferli að fæðast í röngum líkama og ganga í gegnum kynleiðréttingarferli. Eineggja tvíburarnir Angel og Fabian Griffin fæddust sem stúlkur og undirgengust svo kynleiðréttingu á sama tíma. Þeir eru báðir rapparar og eru óaðskiljalegir. Þeir gera allt saman: Fara í ræktina, keyra báðir vinnuvélar og fara á stefnumót saman.

Auglýsing

Þegar þeir voru rúmlega tvítugir ákváðu þeir að fara í kynleiðréttingarferli. Þeir eru nú 29 ára í dag og búa í Atlanta, Bandaríkjunum. Þeir styðja hvorn annan á aðdáunarverðan hátt – frá skurðaðgerðum til stefnumóta.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!