KVENNABLAÐIÐ

Jessica Simpson gengur með sitt þriðja barn!

Söngkonan Jessica Simpson (38) var að tilkynna á samfélagsmiðlum að hún gengi með sitt þriðja barn. Á hún von á stúlku með eiginmanni sínum Eric Johnson (39). Tilkynnti hún um meðgönguna á Instagram og póstaði mynd af börnunum sínum Ace Knute (5) og Maxwell Drew (6) ásamt bleikum blöðrum.

Auglýsing

„Þessi litla stúlka gerir okkur að fimm manna fjölskyldu. Við gætum ekki verið ánægðari að tilkynna þessa dýrmæta blessun fyrir fjölskylduna.“


View this post on Instagram

A post shared by Jessica Simpson (@jessicasimpson) on

Jessica segir einnig að hún hafi verið að reyna að geta barn með eiginmanni sínum Eric, til fjögurra ára, en hann er fyrrum NFL leikmaður.

jes olett

„Við erum alltaf að æfa okkur,“ grínaðist hún við Entertainment Tonight í apríl, en viðurkenndi að eignast annað barn „myndi verða smá kraftaverk.“

Auglýsing

Í fyrra varð Jessica fyrir miklu aðkasti þar sem hún leyfði fimm ára dóttur sinni að vera með farða. Fólk gagnrýndi hana, en þær voru úti í búð að prófa snyrtivörur. Sagði Jessica að uppáhaldsbúð Maxwell væri MAC.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!