KVENNABLAÐIÐ

Hvað sérðu fyrst á myndinni? Svarið segir þér allt um persónuleika þinn!

Myndir og þær aðferðir sem við notum til að túlka list geta gefið ýmislegt til kynna, til dæmis hvaða mann við höfum að geyma og hvernig við hugsum.

Að kynna sér list í ýmsum myndum örvar heilann. Gerð var rannsókn á 10.000 stúdentum og var viðfangsefnið hugsun þeirra og tilfinningar. Klukkutíma heimsókn í listasafn hafði þau áhrif að hún breytti hvernig þeir hugsuðu, þeir áttu auðveldara með gagnrýna hugsun og svo sýndu þeir meiri samkennd eftir heimsóknina. Dópamínframleiðsla heilans eykst þegar listaverk eru íhuguð og hefur hún áhrif á sömu heilastöðvar og þegar fólk verður ástfangið.

Túlkun er að sjálfsögðu alltaf einstaklingsbundin en ef fólk hefur opinn huga er alltaf hægt að læra eitthvað áhugavert og nýtt jafnvel bara með því að nýta örfáar mínútur í að njóta listar.

Hvað sérðu fyrst þegar þú horfir á myndina fyrir neðan?

Það sem þú sérð FYRST á myndinni segir ýmislegt um persónuleikann

hvaa

Auglýsing
  1. Riddari í herklæðum

hvað kn

Ef þú sérð riddarann fyrst á myndinni segir það að þú þráir að njóta lífsins og skemmta þér. Það eru samt tilfinningalegir veggir hið innra sem þú hefur sett upp, meðvitað eða ómeðvitað, sem þú notar til að verja þig gagnvart sársauka. Þú vilt ekkert frekar en að vera góður vinur eða vinkona og vera í ástríku sambandi við þína nánustu. Þú ættir að tileinka þér jákvæðar staðhæfingar til að sýna þér sjáfri/sjálfum ást: „Ég á skilið ást, ég er nógu góð/ur, ég verðskulda ró og frið í mínu lífi.” Stundaðu hugleiðslu, eða taktu tíma til að finna fyrir ást í hjartanu. Þegar þú finnur þessa tilfinningu, sem er engri lík, ferðu að fyrirgefa þér sjálfri/sjálfum og erfiðum atburðum í fortíðinni. Segðu þessum særða hluta í þér að þú elskir hann líka og farðu að rækta ástina sem í brjósti þér býr. Þannig nærðu að opna þig, slaka á og læknast smátt og smátt.

Stuðningsnet getur einnig gert mikið gagn, þannig stundum þarft þú að rétta út höndina og biðja um hjálp. Farðu oftar og hittu vini og fjölskyldu sem þér líður vel með. Farðu í ræktina, í jóga eða eitthvað sem þér finnst spennandi að prófa. Bjóddu fram aðstoð þína hjá hjálparsamtökum því óeigingjarnt starf er virkilega gefandi og heilandi.

Auglýsing

hva 4

2. Tveir dansarar

Dansararnir tákna hvernig þú sérð heiminn í rómantísku ljósi, en þú átt til að reyna að gela það. Þér þykir afar vænt um fólkið í kringum þig, en átt erfitt með að segja þeim það. Íhugaðu að velta fyrir þér hversu mikið þú metur fólkið þitt. Íhugaðu kosti þessa fólks og næst þegar þú hittir þau, hrósaðu þeim fyrir eitthvað stórt eða lítið. Þú gætir t.d. sagt: „Þú veist, ég segi þetta kannski ekki nógu oft en ég kann mjög að meta hversu oft þú hringir í mig og tékkar á mér. Ég vil þú vitir að mér þykir mjög vænt um þig og kann að meta hvað þú ert traust/ur vinur(vinkona).” Það þarf ekkert endilega að kaupa stóran konfektkassa til að tjá væntumþykju. Orð eru þínum nánustu alveg jafn dýrmæt.

Dansararnir tákna einnig dulda þrá þína að gera lífið aðeins skemmtilegra, þannig þú ættir að íhuga að prófa eitthvað nýtt og spennandi: Fara á námskeið, læra að teikna eða hekla, ferðast á nýjar slóðir eða jafnvel lesa bók um málefni sem þér finnst spennandi.

hvaa

3. Andlit eldri manns

Ef þú sást andlitið þýðir það að þú hefur hæfileikann að sjá stóru myndina í lífinu í stað þess að týnast í smáatriðum en það þýðir einnig að þú sért að íhuga miklvægar stundir í lífi þínu. Það eru tímabil í lífinu þar sem þú færð þessa köllun: Að ná að sjá hvað er raunverulega mikilvægt í lífinu og talar til okkar. Þannig öðlumst við frið og fullvissu hið innra. Við förum að hugsa til baka til tíma þar sem við óskuðum að við hefðum tjáð okkur meira, við vildum við hefðum sýnt meiri ást, vildum að við hefðum verið kærleiksríkari og fleira sem við minnumst með eftirsjá. Einnig hugsum við til tíma þar sem við fundum fyrir raunverulegri hamingju, raunverulegu þakklæti og kærleika til þess fólks sem í kringum okkur var á fallegum tímum.

Lykillinn að því að njóta þessara augnablika er að hugsa um lærdóminn sem af þeim hlaust. Fortíðin er til að læra af og hjálpa okkur að lifa betra lífi í dag, þannig ef hjarta og hugur eru sífellt að rifja upp kærleiksríkar minningar, hugsaðu um hvernig þú getur bætt líf þitt í dag með því að með upplifa sömu ást og sama þakklæti á þeim tíma. Kannski hjálpaði einhver þér á viðkvæmum stað í lífinu og þú varst snortin/n af góðmennsku hans/hennar. Hjálpin hafði þau áhrif á þig að þig langaði að verða góð manneskja. Hugsaðu hvernig þú getur haft sömu áhrif á líf annarra í dag, til þinna nánustu eða jafnvel til einhvers ókunnugs. Kærleikur á alltaf rétt á sér og getur hjálpað í ótrúlegustu myndum. Hjartað þitt vill gefa frá sér ást þannig þú þarft að hlusta á hjartað og fylgja því. Gerðu það og eitthvað stórkostlegt og fallegt mun eiga sér stað.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!