KVENNABLAÐIÐ

Voru Justin Bieber og Hailey Baldwin að gifta sig?

Justin og Hailey hafa eingöngu verið trúlofuð í tvo mánuði en nú hefur komið upp sú spurning hvort þau hafi nú þegar gengið í það heilaga. Er sagt að þau hafi gift sig í New York borg í leynilegri athön og er sagt þau hafi gert það án þess að ræða við nokkurn.

Auglýsing

Hailey hefur gefið út yfirlýsingu á Twitter að hún sé ekki gengin út, en skilji að fólk hafi haldið það.

Sást parið hjá sýslumanni fimmtudaginn 13. september og sagði Bieber við Baldwin: „Get ekki beðið eftir að giftast þér ástin mín.“

Vakti trúlofunin snemmbúna mikla athygli en Justin bað Hailey á Bahamas þann 7. júlí síðastliðinn.

Þau hafa þó þekkst lengi og voru saman á árum áður.

Auglýsing

Justin hefur farið hamförum á Instagram og sagst elska Hailey svo mikið, en hann var að hitta gömlu kærustuna sína, Selenu Gomez á síðasta ári.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!