KVENNABLAÐIÐ

iPhone XS, SX Max og XR kynntir

Nýju símanna hefur verið beðið með óþreyju af Apple-aðáendum en fyrirtækið kynnti nýju símana sína í dag. iPhone XS, XS Max og XR eru þessir nýju símar. Á meðan iPhone XS og iPhone XS Max hafa sömu eiginleika, svo að segja er iPhone XR byltingarkenndur fyrir Apple. Hann er mun ódýrari, en Apple hefur áður sett ódýrari síma á markað, s.s. iPhone SE og iPhone 5C, en hönnunin var ekki lík venjulegu símunum og varð ekki vinsæl.

Auglýsing

Hér er ódýrari sími en er samt með sömu hönnun og hinir. Hann er fáanlegur í skærum litum og hefur minna batterí og mun verðið eflaust höfða til margra.

Mun XR fást fyrir rúmar 80.000 ISK, á meðan hinir kosta meira.

Huawei hefur toppað iPhone í sölu á síðasta ári og mun eflaust ná því aftur á þessu ári, á eftir Samsung.

Símarnir (XS og XS Max) fara í sölu föstudaginn 21. september. Forsala fyrir iPhone XR byrjar 19. október og þeir fara í sölu þann 26. október.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!