KVENNABLAÐIÐ

Ariana Grande frestar brúðkaupi sínu vegna andláts Mac Miller

Söngkonan Ariana Grande hefur ákveðið að fresta brúðkaupi sínu og Pete Davidson vegna ótímabærs fráfalls hennar fyrrverandi, Mac Miller: „Hún er í áfalli“ sagði vinur hennar í viðtali við In Touch um hvernig Ari er þessa dagana.

Auglýsing

„Hún var í sjöunda himni að undirbúa stóra daginn…en andlát Mac hefur virkilega haft mikil áhrif á hana,“ segir þessi vinur. En hvernig líður Pete með það? „Honum finnst ekkert að því að fresta brúðkaupinu. Hann vill bara vera til staðar að hugga Ariönu. Hann veit hversu erfiður dauði hans er henni.“

Mac lést þann 7. september síðastliðinn. Þau Ariana höfðu verið par í tvö ár áður en þau hættu saman í maí 2018. Stuttu seinna trúlofaðist Ariana SNL stjörnunni Pete Davidson. Fékk hún mjög harða útreið þar sem fólk taldi að hún hefði ekki verið hætt með Mac áður en hún fór að hitta Pete. Eftir andlátið var Ariönu jafnvel kennt um að Mac hefði dáið.

Mac og Ari
Mac og Ari
Auglýsing

Náinn vinur Macs, Shane Powers, tilkynnti á hlaðvarpi að Ariana hefði nákvæmlega ekkert með andlát hans að gera: „Ariana og hann voru sama og þau voru mjög ástfangin. Ég verð að segja, hún var ótrúleg þegar hann reyndi að verða edrú. Það gæti enginn hafa sýnt meiri stuðning en Ariana. Ég sá þetta. Ég var þarna, ég tók símtöl frá henni þar sem hún spurði: „Hvernig get ég hjálpað? Hvað geri ég?“ Þessi litla stúlka var ótrúlega mikið inn í málunum og að hjálpa honum að verða heill. Hvort sem hann var fíkill eða ekki var ekkert eðlilegt við hvernig hann djammaði.“

Auglýsing

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!