KVENNABLAÐIÐ

Jane Fonda segist „elska klám“

Leikkonan Jane Fonda kann að vera áttræð en hún hefur tjáð sig opinberlega um ást sína á klámi. Á yngri árum var hún afar eftirsótt í Hollywood og var kyntákn á sínum tíma. Jane segist elska erótískar bókmenntir þrátt fyrir að henni fannst bókin Fifty Shades of Grey (Fimmtíu gráir skuggar) frekar léleg.

Auglýsing

Sagði hún: „Ég hef lesið góðar klámbókmenntir. Ég bjó í Frakklandi í mörg ár og las hana þegar hún kom fyrst út til að vita um hvað málið snerist. [Fifty Shades] er ekki mjög góð bók en ég er ánægð með að hún hafi verið skrifuð og ég held að hún hafi örvað margar konur í Bandaríkjunum. Það er mjög gott.“

jf

Í nýju myndinni sinni Book Club sem Diane Keaton leikur einnig í, er saga fjögurra ellilífeyrisþega sögð og upplifa þau öll endurnýjað ástarlíf eftir að bókin Fifty Shades of Grey kom út árið 2011 eftir breska rithöfundinn E L James.

Auglýsing

Jane sagði árið 2012: „Ég er nú 74 ára og hef aldrei lifað jafn innihaldsríku kynlífi.“ Í síðasta mánuði sagði hún að nánd batnaði eftir því sem konur eltust. Sagði hún svo: „Þetta batnar því við skiljum líkama okar betur…við vitum hvað okkur líkar og við erum minna hræddar við að biðja um það.“

Jane skildi við kærastann Richard Perry (75) til margra ára árið 2017. Nú hefur hún sagt: „Ég er búin að loka „sjoppunni“ þarna niðri. Það ætti enginn að þurfa að eltast við að lifa kynlífi á efri árum. Það ætti að vera okkar val að taka ákvarðanir.“

Jane, sem hefur hlotið Óskarsverðlaun tvisvar og hefur verið gift þremur mönnum sagði: „Ég fer ekki á stefnumót lengur. Ég er áttræð og það er bara búið þegar þú ákveður að það sé búið. „

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!