KVENNABLAÐIÐ

Cameron Diaz gæti farið aftur að vinna í Hollywood

Leikkonan Cameron Diaz hafði gefið út að hún væri hætt að leika í Hollywood, en nú gæti verið möguleiki á að hún sneri aftur…í örlítið breyttri mynd þó: „Eftir að hafa tekið sér nokkura ára frí er Cameron nú að leita að stórum verkefnum í talsetningu. Þetta eru hænuskref til að komast aftur í bransann og minna fólk á að hún er sjarmerandi stjarna sem getur þýtt mikla peninga fyrir þá sem ráða hana. Þetta er líka tækifæri á að minnka þrýstinginn á að taka að sér aðalhlutverk án þess að vera algerlega ábyrg fyrir aðsókninni,“ segir innanbúðarmaður í Hollywood í viðtalii við Radar.

Auglýsing

Margir héldu að Cameron væri að reyna að eignast barn en myndir af henni sáust þar sem hún virkaði með litla bumbu. Það er þó ekki ástæðan þar sem ekki er talið að hún og eiginmaðurinn geti eignast börn.

Auglýsing

Fólk hallast því að því að hún vilji fara varlega í sakirnar að byrja aftur að vinna: „Cameron líður betur með talsetninguna því það er streitulaus leið til að afla peninga. Hún vill líka fara að leikstýra myndum, en er að taka eitt skref í einu.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!