KVENNABLAÐIÐ

Fundu falda myndavél í Airbnb íbúð sem þau leigðu

Skoskt par ferðaðist til Toronto í Kanada og leigði Airbnb íbúð þar. Til mikillar skelfingar áttuðu þau sig á að vekjaraklukka sem beint var að svefnherberginu og stofunni hafði furðulegt tengi, líkt og vír sem leit út eins og símahleðslutæki. Þau óttast að þau hafi verið tekin upp í innilegum athöfnum.

Auglýsing

cam3

Doug Hamilton (34) og kærasta hans eru bæði frá Skotlandi. Þau ákváðu að leigja Airbnb íbúð, en leigusalinn átti sex aðrar íbúðir þar í borginni. Ummæli um íbúðirnar voru jákvæð og þau ákváðu að leigja eina.

Þau uppgötvuðu vekjaraklukkuna sem hafði plast að framan og þegar það var fjarlægt var greinilega um myndavél að ræða eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Auglýsing

Þau tilkynntu þetta til stjórnar Airbnb sem hefur tekið leigusalann af skrá meðan rannsókn fer fram. Talsmaður Airbnb, Lindsey Scully segir: „Við tökum persónufrelsi mjög alvarlega og höfum ekkert svigrúm fyrir hegðun af þessu tagi.“ Lögreglan í Toronto er einnig að rannsaka málið en neituðu að gefa vitnisburð til fjölmiðla.

cam2

Doug segist hafa fundið klukkuna eftir að hafa dvalist í íbúðinni: „Við áttum erilsaman dag en komumst loks í íbúðina til að slaka á. Ég horfði beint á klukkuna og starði á hana í um 10 mínútur. Það var eitthvað við hana sem lét mér líða óþægilega.“

Hann hafði nýverið séð myndband á YouTube um njósnamyndavélar og fór hann að hugsa: „Er ég þessi klikkaði gaur sem tékkar á vekjaraklukkum í leit að myndavélum?“ Ég hugsaði stíft, og fannst ég skrýtinn og sagði sjálfum mér að vera ekki að hugsa svona. Það var samt eitthvað þarna,“ sagði hann.

cam4

„Ég tók hleðslutækið úr sambandi og sá lithíum batterí bakvið. Ég tók framhliðina af og sá svo að þetta var í raun og veru myndavél. Við vissum ekki hvort einhver hefði verið að fylgjast með. Þetta var bara mjög óhugnanlegt og við vildum ekki dveljast þarna. Við erum afar saklaust fólk en klukkan sneri beint að rúminu og við héldum kannski að þetta færi á netið, í einhvern kynlífshring.“

cam for

Myndavélin náði einnig til stofunnar og svefnherbergisins og „sá allt“ að þeirra sögn.

Frá Airbnb fengust þær upplýsingar að þau myndu fá endurgreitt að fullu og öllum gistinóttum yrði aflýst þar til málið væri upplýst.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!