KVENNABLAÐIÐ

Fyrrum Miss USA og Miss Universe látin, 45 ára að aldri

Chelsi Smith er látin, aðeins 45 ára að aldri. Vann hún bæði keppnirnar Miss USA og Miss Universe árið 1995. Var hún fyrsta konan af blönduðum kynþætti til að vinna keppnina í Bandaríkjunum.

Auglýsing

Dánarorsökin var krabbamein.

Vinur hennar, Daniel Lara, segir: „Hún hafði svo stórt hjarta og var svo „ekta.“ Hún vildi að við öll værum hamingjusöm. Við söknum hennar mjög.“

Chelsi var gift og fráskilin, en eiginmaður hennar var einkaþjálfarinn Kelly Blair.

chelsi

Auglýsing

Það kom henni virkilega á óvart að vinna keppnirnar og sagði: „Ég finn fyrir ótrúlegum tilfinningum! Ég hafði lagt svo hart að mér og langaði mjög…svo kom tíminn fyrir uppskeru – öll þessi vinna borgaði sig. Ég var fegin, æst, ákveðin – allt á sama tíma. Að vera valin vinsælasta stúlkan var líka ótrúlega fallegt, ég eignaðist svo falleg vinasambönd í keppninni“ [Miss USA].

Chelsi var líka leikkona og lék í þáttum og heimildarþáttum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!