KVENNABLAÐIÐ

Rapparinn Mac Miller, fyrrverandi kærasti Ariönu Grande, er látinn

Mac Miller er látinn, aðeins 26 ára að aldri. Grunur leikur á að um ofneyslu eiturlyfja hafi verið að ræða. Fannst hann í dag, 7. september á heimili sínu í San Fernando Valley í Kaliforníu, samkvæmt TMZ.  Variety hefur staðfest þessar fregnir.

Auglýsing

Mac Miller, sem fæddist Malcolm James McCormick, hefur átt erfitt ár í neyslu. Í maí á þessu ári keyrði hann á staur undir áhrifum og var ákærður fyrir. Þáverandi kærasta hans, súperstjarnan Ariana Grande, sá sig knúna til að ræða opinberleg um baráttu hans við að verða edrú. Þau voru saman í tvö ár.

Fyrir utan heimili Mac Miller í dag. Dánardómstjóri og lögreglan mætt á staðinn
Fyrir utan heimili Mac Miller í dag. Dánardómstjóri og lögreglan mætt á staðinn (Mynd: TMZ)

Nokkrum klukkustundum fyrir andlátið póstaði Mac mörgum myndböndum á Instagram sem tekin voru í stúdíóinu hans. Hann gaf út plötuna Swimming þann 3. ágúst síðastliðinn og ætlaði hann að hefja tónleikaferðalag í október.

 

Mac Miller

Auglýsing
Parið á góðri stund
Parið á góðri stund

Ariana og Mac hættu saman fyrir nokkrum mánuðum en hún var snögg að trúlofast Pete Davidson í kjölfarið. Óskaði Mac þeim alls hins besta.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!