KVENNABLAÐIÐ

Mel B var háð kókaíni

Mel B hefur átt betri daga, en hún viðurkenndi áfengisfíkn á dögunum og er á leið í meðferð. Hún hefur þó einnig átt í vandræðum með annað efni: Kókaín. Var hún svo háð því að hún komst ekki fram úr rúminu á morgnana án þess.

Fyrrum kryddpían er í miðri forræðisdeilu við fyrrverandi, Stephen Belafonte. Áður en þau skildu var Mel háð kókinu og „bjó í helvíti“ samkvæmt æviminningum hennar, Brutally Honest, sem koma út á næstunni.

Auglýsing

Mel varð háð kókaíni árið 2014. Á þessum tíma var hún að vinna sem dómari í X Factor en notaði daglega. Mel viðurkennir ýmis smáatriði varðandi fíknina, m.a. að hún þurfti að taka tvær línur í nefið áður en hún komst fram úr rúminu.

Auglýsing

Sagðist hún einnig hafa tekið allt að sex línur á dag til að vera „vakandi“ í vinnunni. Þrátt fyrir að dópið hjálpaði henni að starfa, segir Mel að Stephen sé um að kenna að hún sé haldin ofsóknarbrjálæði. Hún segir hann hafa heilaþvegið hana með sögum um að foreldrar hennar væru að segja slæmar sögur af henni í fjölmiðla.

Mel segir einnig að oft hafi hún ekki séð dagsins ljós, því hún lá í rúminu með dregið fyrir gluggana.

Auglýsing

Játningar Mel geta haft áhrif á útkomu forræðismálsins við Stephen. Hann sækist eftir fullu forræði yfir Madison sem er sjö ára.

Mel hefur sagt fyrir rétti að hún muni undirgangast fíkniefnapróf og er á leið í meðferð við áfengisfíkn, eins og áður sagði.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!