KVENNABLAÐIÐ

Kourtney Kardashian er aftur farin að hitta Younes Bendjima eftir framhjáhald hans

Getur ekki verið ein: Kourtney Kardashian (39) hætti með fyrrverandi, Younes Bendjima (25) eftir að upp komst um framhjáhald hans. Hún er örvæntingarfull og mikið drama í fjölskyldunni eins og vera ber og er farin að hitta hann aftur: „Þau eru farin aftur að hittast,“ segir vinur Kourtneyar í viðtali við Radar, en þau sáust saman á Bui Sushi í gær í Malibu, Kaliforníuríki.

Auglýsing

„Hún bara getur ekki verið ein,“ segir vinurinn.

Younes sagði að allt um framhjáhaldið hefði verið „misskilningur“ en hann sást kela við fyrirsætuna Jordan Azuna á Bahamas eyjum í síðasta mánuði. Sagði Younes að þau Jordan væru bara vinir og ekkert hefði gerst. Hún trúði honum.“

Younes og Jordan
Younes og Jordan
Auglýsing

Systur Kourtneyar eru brjálaðar vegna þess hún er farin aftur að hitta hann. Bæði Kim og Khloe hafa sagt að hún sé „vitlaus að hugsa til þess að taka aftur saman við hann eftir það sem hann gerði henni.“

Auglýsing

Elsta Kardashian systirin tekur hinsvegar ekkert mark á fjölskyldu sinni og sagði við Khloe að hún gæti trútt um talað eftir framhjáhaldsskandalinn með Tristan og Kim ætti ekki að skipta sér af því sem henni kæmi ekki við.

Kris Jenner er sú eina sem hefur gaman af þessu og vill fá áhorfstölurnar á þættina upp. Henni finnst ágætt að það sé heitt í kolunum!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!