KVENNABLAÐIÐ

Stephen Belafonte segir Mel B óhæfa móður og vill fá forræði yfir börnunum

Hún hefur ekkert að fela: Fyrrum kryddpían Bel B og fyrrverandi hennar Stephen Belafonte eru að hita upp fyrir að takast á fyrir dómstólum þar sem harðvítug forræðisdeila er á leiðinni. Þrátt fyrir að skilnaðurinn hafi gengið í gegn í síðasta mánuði eftir árslanga baráttu, mun Stephen taka Mel aftur fyrir dómstóla til að reyna að sýna fram á að hún sé óhæf til að fara með forræði yfir börnunum.

Auglýsing

Stephen mætti fyrir rétt föstudaginn 31. ágúst 2018, samkvæmt TMZ og kom með vitnisburði þess efnis að fólk nálægt Mel hefði sagt hana hafa alvarlegt drykkjuvandamál. Fyrrum barnfóstran Russell Updegraff sagði að drykkjuvandi Mel væri orðinn svo slæmur að hann hefði neikvæð áhrif á börnin – hina sjö ára Madison sem hún á með Stephen og 11 ára Angel sem hún á með Eddy Murphy.

Samkvæmt Updegraff, drekkur Mel B daglega og byrjar klukkan 10 á morgnana með bjór. Svo færir hún sig yfir í vín og sterkari drykki. Svo drekkur hún þar til hún „lognast út af,“ og þegar hún vaknar er hún „andstyggileg og hávær.“

Auglýsing

Fyrrum barnfóstran segir að drykkjan hafi orsakað „ótta og streitu“ hjá dætrunum. Hún sagði jafnvel að Mel hefði beitt Angel ofbeldi: „Hún gróf neglurnar í hana, greip hana og hristi.“

Stephen vill ekki taka börnin frá Mel til frambúðar en vill fá tímabundið forræði svo hún geti tekið sig á og farið í meðferð.

Auglýsing

Mel B, sem er dómari í America’s Got Talent kom líka fyrir rétt á föstudag og sagðist ekki vera „brjálaður alkóhólisti“ og neitaði fyrir að taka „ólögleg efni“ og sagðist ekki vera kynlífsfíkill, þrátt fyrir að hún sé sjálf búin að skrá sig í meðferð við kynlífs- og áfengisfíkn í næsta mánuði. Sagðist hún til í fíkniefnapróf af og til, til að sanna að hún væri hæf móðir.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!