KVENNABLAÐIÐ

Rachel Weisz og Daniel Craig eignast stúlkubarn

Leikaraparið Rachel Weisz (48) og Daniel Craig (50) sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í James Bond myndunum fagna nú fæðingu dóttur sinnar, en þetta er þeirra fyrsta barn saman. Þau hafa verið gift síðan 2011 og eru í skýjunum með fæðingu dótturinnar.

Auglýsing

Rachel á soninn Henry (12) fyrir með leikstjóranum Darren Aronofsky, en Daniel á dótturinna Ellu (26) með fyrrverandi eiginkonu sinni Fiona Loudon.

Hin nýja móðir sást síðast opinberlega í New York fyrr í mánuðinum þar sem hún skartaði stórri bumbu. Sagði hún í viðtali við The New York Times: „Við Daniel erum svo hamingjusöm. Við erum að eignast litla manneskju. Við getum ekki beðið eftir að hitta hann eða hana. Þetta er dásamleg ráðgáta.“

Auglýsing

Daniel mun leika 007 í kvikmyndinni Bond 25 sem er skrifuð og leikstýrt af Danny Boyle. Tökur hefjast í desembermánuði þessa árs.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!