KVENNABLAÐIÐ

13 mistök sem allir foreldrar ættu að forðast

Sem betur fer vill langstærstur hluti foreldra og uppeldisaðila börnunum sínum það besta. Það þýðir samt ekki að fólk geri ekki mistök. Það er engin ein leið til að ala barn upp á „réttan hátt“ en það má forðast nokkur grundvallarmistök sem geta haft neikvæð áhrif á barnið, kannski fyrir lífstíð.

Auglýsing

Hér eru talin upp þrettán mikilvæg atriði:

Að virða ekki mörk barnsins

Sem foreldri vilt þú eflaust virðingu barnsins þíns. Þú þarft samt að átta þig á að þú þarft einnig að sýna barninu virðingu. Til dæmis: Ef þú ert alltaf sein/n – hvernig getur þú ætlast til að barnið þitt sé stundvíst? Gefðu einnig barninu frið í einrúmi og tíma fyrir sig sjálft. Ef þú átt unglinga, bankaðu áður en þú ferð inn í herbergið þeirra.

Að þegja

Í raun er barnalegt og asnalegt að reyna að „leysa“ málin með því að þegja og ræða ekki málin (e. silent treatment) . Það er mikilvægt að skilja að samskipti eru lykillinn að því að ala upp barn. Að nota slíkt ofbeldi á barn gerir ekkert annað en að kenna því slæmar samskiptareglur.

Að bæta upp fyrir mistök með peningum eða gjöfum

Foreldrar ættu ekki að búast við neinu í staðinn þegar þeir gefa barninu peninga eða gjafir. Það ætti ekkert foreldri að reyna að kaupa virðingu eða ást barnsins síns. Aðrar leiðir eru betri. Þú ættir ekki að leiðrétta mistök með slíku. Ef þú gerir mistök ættirðu frekar að játa þau og biðjast afsökunar.

Að reyna að uppfylla þína drauma í gegnum barnið

Sem foreldri ættir þú ekki að láta barnið gera hluti sem þú vildir þegar þú varst barn. Það er bara sjálfselska. Það þýðir að þú ættir ekki að troða þeim í læknanám því þú vildir verða læknir eða hamast í þeim að fara í ballettskóla því þig langaði að verða ballerína. Hafðu í huga að barnið þitt er einstakt – með sína drauma og þrár. Leyfðu því að ákveða hvað það vill, annars verða allir óhamingjusamir.

Að hugsa bara um sjálfa/n sig

Foreldrar þurfa að taka til íhugunar óskir barnsins og hugsanir. Þrátt fyrir að sennilega viti fullorðna fólkið best ætti öll fjölskyldan að taka þátt í ákvarðanatökum. Þú ættir að spyrja börnin hvert þau vilji fara í frí eða hvað þau vilji í kvöldmatinn. Ef þú ákveður annað ættirðu að útskýra rólega af hverju þeirra óskum var ekki mætt.

Auglýsing

Að vera ógnandi

Þrátt fyrir að agi og regla sé nauðsynlegur ætti barnið ekki að vera hrætt við þig. Ef þú elur upp börnin á þann hátt, t.d. að þeim sé kennt um allt sem miður fer, gætu þau orðið of hrædd til að treysta þér fyrir nokkrum sköpuðum hlut. Reyndu að búa til þannig umhverfi á heimilinu að sama hvað gerist finnist barninu geta trúað þér fyrir því.

Að leyfa ekki barninu að tjá sig

Við eigum öll okkar góðu og slæmu stundir. Börn ættu að finnast þau mega tala um allar tilfinningar. Neikvæðar tilfinningar ættu ekki að vera áhyggjuefni. Ef þú átt í slíkum samræðum við börnin getur það komið í veg fyrir vanda síðar meir. Ekki segja barninu að „hætta að grenja.“ Hvettu það frekar til að tala um hvað sé að.

Að saka barnið um hvernig þú kemur fram við það

Því miður eru foreldrar sem beita börn sín ofbeldi þeirrar skoðunar að telja eigi börnunum trú um að þau eigi sökina. Ef þú ásakar barnið þitt um hvernig þú kemur fram við það, gætir þú þurft að horfa vel í eigin barm. Ef barninu finnst það eiga skammir skilið getur það haft alvarlegar afleiðingar þegar kemur að sjálfsmynd þeirra.

Að grínast á óviðeigandi hátt

Að stríða börnum og gera grín að þeim er ekki gott fyrir sjálfsmyndina eða sjálfstæði þeirra. Það þýðir að foreldrar ættu ekki að grínast með hvernig þau hegða sér eða líta út. Ef áhyggjurnar eru raunverulegar talaðu einslega við barnið á fullorðinslegan máta.

Að krefjast allrar athygli

Sumum foreldrum finnst að börnin þeirra „skuldi sér eitthvað“ ef þau hafa eytt tíma og peningum með þeim. Þeir skilja ekki að börnin lifa sínu eigin lífi og munu kannski ekki vera alltaf til staðar fyrir þau. Ef þú ert svona foreldri – gefðu barninu tíma til að hugsa sig um. Það kemur sjálft til þín þegar það er tilbúið. Mundu að ekki er hægt að þvinga samband í eitthvað horf, ekki milli barns og foreldris.

Að segja barninu stöðugt að það hafi rangt fyrir sér

Eins og áður sagði vilja flestir foreldrar börnunum sínum hið besta. Að segja þeim stöðugt að þau hafi rangt fyrir sér er ekki gott. Ef þú ert of neikvæð/ur getur það orsakað að barnið skorti hvatningu og sjálfstæði til að prófa eitthvað nýtt. Það er eðlilegt að barn prófi nýja hluti og mistakist en það lærir á þeim. Ef þú ert foreldri þarftu að skilja þetta. Þú verður að gera greinarmun á jákvæðri og neikvæðri endurgjöf.

Stuðningsnet og öryggi skortir

Sumir foreldrar telja að gefa barninu „harða ást“ kenni þeim hvernig heimurinn er. Þrátt fyrir að það kunni að styrkja barnið á einhvern hátt getur það líka orsakað fælni við sambönd í framtíðinni.

 

Heimild: Positivethingsonly.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!