KVENNABLAÐIÐ

Franski leikarinn Gerard Depardieu kærður fyrir nauðgun

Franski leikarinn Gerard Depardieu hefur verið sakaður um nauðgun og kynferðislega árás af ungri franskri leikkonu, samkvæmt Le Parisien. Hin 22 ára leikkona segist hafa orðið fyrir árás tvisvar af leikaranum á heimili hans í París. Gerard (69) neitar þessum ásökum „algerlega“ samkvæmt lögfræðingi hans, en hann talaði við fréttastofu AFP.

Auglýsing

Gerard er einn þekktasti leikari Frakka og hefur leikið í myndum á borð við The Count of Monte Cristo and Green Card. Hafin hefur verið rannsókn á nauðgun og árás.

Leikkonan segist hafa farið heim til leikarans fyrir óformlega æfingu fyrir leikrit þann 7. og 13. ágúst á þessu ári. Býr hann í 6. hverfi Parísar í afar stórri villu.

Auglýsing

Lögfræðingur leikarans Hervé Témime, sagði við APF: „Skýrsla var tekin þann 27. ágúst. Fjölmiðlar hringdu í mig daginn eftir. Ég harma slík vinnubrögð. Þetta eru alvarlegar ásakanir sem fela í sér fordóma gagnvart Gerard Depardieu sem alfarið neitar að hafa gert nokkuð af sér. Ég kalla eftir varúð og varkárni til að virða alla. Ég er viss um að þessi kvörtun mun ekki halda fyrir rétti.“

Leikarinn hefur valdið mikilli hneykslan eftir að hann birtist í „ógeðfelldri auglýsingu“ þar sem hann montaði sig af því að skjóta dádýr og að vera rússneskur. Sagðist hann vera „stoltur Rússi“ – til að forðast að greiða skatta í Frakklandi. Sést hann þar beygja sig yfir dautt dádýr og notar orðið „reykja“ (e. smoke) í staðinn fyrir að drepa.

Auglýsing

„Til að reykja dádýr þarftu alltaf að vera tímanlega,“ sagði Depardieu, og blés koss í loftið: „Hans tími er kominn.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!