KVENNABLAÐIÐ

Kourtney Kardashian búin að fá nóg af systrum sínum og KUWTK

Kourtney Kardashian (39) er búin að fá gersamlega yfir sig nóg af fjölskyldudramanu og ætlar að hætta í þáttunum Keeping Up With The Kardashians (KUWTK). Rifrildin milli systranna hafa aukist mjög og eru orðin ógeðfelldari en nokkru sinni fyrr. Kourtney hefur aðallega verið að deila við Kim (37) og Khloe (34).

Auglýsing

Kourtney vill ekki halda áfram framleiðslu þáttana og vill slíta tengslin við fjölskylduna. Lái henni hver sem vill: „Kourtney vill flytja til New York með krakkana, því hún er búin að fá nóg. Hún vill ekki vera Kardashian lengur,“ segir vinur hennar í viðtali við Radar.

„Í alvöru – ef Kourtney myndi gifta sig í dag myndi hún taka upp eftirnafn mannsins!“

Auglýsing

Í nýjustu seríu KUWTK segir Kourtney að Kim og Khloe séu „falskar“ (e. fake). Hún ásakar systkini sín að setja frægð og frama ofar fjölskyldugildum.

Systurnar rifust þegar Kourtney vildi ekki bjóða barnsföður sínum, Scott Disick í jólaboð: „Þetta er einmitt ástæða þess að okkur kemur ekki saman því þær standa ekki með mér og hunsa tilfinningar mínar,“ sagði hún í síðasta þætti.

Auglýsing

Þrátt fyrir að hún væri til í að hætta strax er hún samningsbundin til 2019 og margar milljónir liggja að baki. Ólíklegt þykir að hún muni halda áfram eftir það: „Það þyrfti fáránlega upphæð til að fá hana til að halda áfram.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!