KVENNABLAÐIÐ

Mel B á leið í meðferð

Fyrrum kryddpían og dómari í America’s Got Talent, Mel B, hefur viðurkennt að hafa lent algerlega á botninum og sagði í viðtali við Sun, sunnudaginn 26. ágúst að hún hafi þurft að eiga við áfengisvanda sem hafi aukist eftir erfiðan skilnað við Stephen Belafonte.

Er Mel að vinna í sínum málum eftir að hafa verið greind með áfallastreituröskun og að hafa aukið drykkjuna eftir að faðir hennar, Martin Brown lést, sem og hinn subbulegi skilnaður gekk í gegn.

Auglýsing

Mun meðferðin ekki hafa áhrif á stöðu hennar í America’s Got Talent þar sem hún ætlar í meðferð í Bretlandi í næsta mánuði, eftir lokaþátt AGT: „Ég hef tekið þá ákvörðun að fara í alvötu meðferð í nokkrar vikur en það þarf að vera í Bretlandi, þar sem ég er mjög, mjög bresk og ég veit að það mun virka best fyrir mig,“ segir Mel (43). Hún segir einnig: „Síðustu sex mánuðir hafa verið mér afar erfiðir.“

„Ég er búin að vinna að bókinni minni, Brutally Honest, og það hefur haft ótrúleg áhrif á mig andlega, að endurupplifa tilfinningalegt ofbeldi í sambandi og að horfast í augu við svo margt í mínu lífi. Ég er heiðarleg með það að ég drekk til að deyfa sársaukann og það er bara leið sem margir grípa til til að þurfa að fela hvað er í raun og veru í gangi,“ segir hún.

Auglýsing

„Stundum er erfitt að eiga við þessar tilfinningar. Vandinn er samt ekki kynlíf eða áfengi – hann er dýpri en það. Ég veit ég hef verið á ystu nöf. Enginn þekkir mig betur en ég sjálf – en ég er að eiga við það.“

Segist Mel vilja vera „besta útgáfan“ af sér fyrir börnin sín – Phoenix Chi Gulzar, 19, Angel Iris Murphy Brown, 11, og Madison Brown Belafonte, 6.

Hélt Mel B á tímabili að hún myndi ekki halda vinnunni út af skilnaðinum og öllu í sambandi við hann og barnfóstruna.

Hefur hún verið dómari síðan 2013 en segist horfast í augu við miklar skattaskuldir vegna hjónabandsins sem fór í hundana.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!