KVENNABLAÐIÐ

Robert De Niro tókst að leyna tilraun til skilnaðar árið 1999

Slúðurpressan vestanhafs heldur ekki vatni yfir nýjum upplýsingum um leikarann Robert De Niro og eiginkonu hans Grace Hightower, en hann sótti um skilnað frá henni árið 1999. Tókst þeim að halda því leyndu í Hollywood, sem þykir ótrúlegt.

Auglýsing

Ótrúlegt en satt, náðu þau Robert (75) og Grace (63) lendingu og sögðu skilið við allt í fortíðinni og endurnýjuðu brúðkaupsheit sín – og sannfærðu alla í leiðinni að þau höfðu aldrei skilið eftir að Robert sótti þó um skilnaðinn í leyni.

Innanbúðarmaður segir í viðtali við Radar: „Það er ótrúlegt ef þau hafa skilið – það hlýtur að vera eitt stærsta leyndarmál í sögu Hollywood. Það er nærri ómögulegt að halda skilnaði af þessari stærðargráðu leyndum.“

Auglýsing

hight

Skilnaðarlögfræðingurinn Julie Hyman í New York segir að það sé þó hægt að skilja á áreynslulausan hátt með því að samþykkja að reyna að laga hjónabandið og „finna út úr hlutunum bakvið luktar dyr“ og „að loka öllum gögnum.“

Grace og Robert gengu í það heilaga í júní árið 1997. Grace eignaðist soninn Elliot í marsmánuði 1998. Þau lentu þó í deilum og vildu bæði forræði yfir Elliot árið 2001.

Auglýsing

En…árið 2004 endurnýjuðu þau brúðkaupsheitin á búgarði þeirra í Catskill fjöllum nálægt New York. Dóttir þeirra Helen fæddist með hjálp staðgöngumóður árið 2011.

„Það er vel þekkt að hjónabandið hefur gengið brösuglega…en þau virðast hafa komist yfir flest. Þau hafa verið saman að nafninu til í 20 ár og þykir það langt á Hollywoodmælikvarða!“ segir heimildarmaðurinn.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!