KVENNABLAÐIÐ

Heather Locklear komin aftur á samfélagsmiðla eftir erfiða tíma

Melrose Place leikkonan, Heather Locklear (56) birti mynd á Instagram um helgina í fyrsta sinn í nokkra mánuði og eftir að hafa upplifað mikið niðurbrot sem leiddi til handtöku og áfengis- og eiturlyfjameðferðar.

Birti hún mynd af hundinum sínum, Mister, með sólgleraugu og er þetta fyrsti Instagrampósturinn hennar síðan í apríl.

Auglýsing

Sun shining day

A post shared by Heather Locklear (@heatherlocklear) on

Heimildarmaður segir að hún hafi haft aðgang að samfélagsmiðlum í meðferð og hafi verið að líka við pósta síðan hún kom inn. Ekki er vitað hvort myndin var tekin á meðferðarheimilinu eða heima.

Auglýsing

Leikkonan var handtekin fyrir að ráðast á lögreglumann og sjúkraflutningamann þann 24. júní síðastliðinn. Hún var „undir miklum áhrifum“ og kýldi lögreglumann í magann og brjóstið og barði sjúkraflutningamann.

Nokkrum klukkutímum eftir að henni var sleppt úr fangelsi var hún flutt með hraði á spítala eftir að hafa tekið of stóran skammt. Hún fór síðan í meðferð við alkóhólisma og geðrænna vandamála stuttu seinna.

Heather þarf að mæta fyrir rétt þann 30. ágúst næstkomandi.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!