KVENNABLAÐIÐ

Ben Affleck virðist vera edrú: Hættur með kærustunni og farinn að hitta nýja

Leikarinn Ben Affleck hefur átt betri daga, en hann er nú hættur með kærustunni Lindsay Shookus og er að hitta Playboy-fyrirsætuna Shauna Sexton í augnablikinu.

Auglýsing

Ben og Shauna voru á veitingastaðnum Nobu í Malibu þann 16. ágúst síðastliðinn. Virtist leikarinn vera edrú að sögn sjónarvotta, sem bættu þó við: „Hann virtist vera dapur í bragði. Hann kemur hingað af og til.“

Auglýsing

Kom leikarinn á Nobu með risastórt teymi og lífverði: „Hann sat úti með Shauna og þau fengu fullt af mat. Ben kom einn og fór aftur einn í bílnum. Hann gaf bílastæðaþjóninum 100$ (um 11. þús ISK)“

seton

Þetta staðfestir að Ben og Lindsay skildu en þau höfðu opinberað samband sitt í júlí 2017. Þau sáust síðast opinberlega í Puerto Rico í júlí 2018. Héldu allir að Ben ætlaði að biðja hennar.

Ben skildi við Jennifer Garner árið 2015 eftir 10 ára hjónaband. Þau eiga börnin Violet (12), Seraphina (9) og Samuel (6).

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!