KVENNABLAÐIÐ

Lögreglukona gaf vannærðu barni brjóst á spítala

Lögreglukona hefur hlotið lof um allan heim fyrir að hafa brugðist hárrétt við „grátandi, illa lyktandi og vannærðu“ barni þegar hún var á vakt og ákvað að gefa því brjóst.

a copp

Auglýsing

Celeste Ayala, frá Berisso í Argentina, var á vakt á barnaspítalanum Sor Maria Ludovica í Buenos Aires þegar komið var inn með barn sem grét stöðugt og var afar vannært. Þegar hún heyrði hversu illa barnið var haldið sagði móðureðlið til sín og spurði hún starfsfólkið hvort hún mætti halda á því og gefa brjóst.

comp2

Auglýsing

Starfsfólkið var bara fegið, enda mikið að gera. Um leið og hún lagði barnið á brjóstið fór það að slaka á. Í viðtali segir Celeste: „Ég sá hversu svangur hann var og setti höndina í átt að munninum, þannig ég faðmaði hann og lagði á brjóst. Þetta var dapurlegt augnablik samt sem áður. Það veldur mér hjartasári að sjá barnið svona, samfélagið ætti að vera meðvitaðra um aðstæður barna, þetta getur ekki haldið svona áfram.“

Hugsaði hún sig ekki tvisvar um þegar kom að því að hugga barnið á þennan hátt. Starfsfólkið sagði að barnið hefði verið „skítugt“ en það hafði engin áhrif á hana.

cop33

Vinnufélagi Celeste tók myndina og setti á netið. Sagði hann: „Ég vil gera opinbert hversu mikla ást þú sýndir í dag gagnvart þessu litla barni sem var þér óviðkomandi. Þú hikaðir ekki við að hegða þér eins og móðir og þó barnið væri skítugt eins og heilbrigðisstarfsfólkið sagði. Vel gert, vinkona!“

Auglýsing

Barnið er yngst af sex systkinum einstæðrar móður sem býr við skelfilegar aðstæður, samkvæmt argentískum miðlum.

cop3

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!