KVENNABLAÐIÐ

Særún Sævarsdóttir: „Ég hef þurft að líða vítiskvalir vegna tannvandamála“

Ekki eru allir jafn heppnir að hafa góðar tennur. Særún Sævarsdóttir hefur verið að eiga við ýmis tanntengd vandamál frá þriggja ára aldri. Augljóst var að eitthvað var að og þurfti hún að fara í ýmsar aðgerðir. Særún segir: „Ég gat ekki verið hjá skólatannlækni og þurfti að fara til sérfræðings með tilheyrandi kostnaði.“

Auglýsing

Særún segir ferlið hafa gengið ótrúlega erfiðlega og hefur allsstaðar komið að lokuðum dyrum þegar hún hefur reynt að fá aðstoð, en vandamálið hefur fylgt henni á fullorðinsár. Segir hún að tannvandinn hafi verið greindur sem fæðingargalli, en hún hefur reynt óteljandi leiðir til að fá aðstoð varðandi þetta árum saman.

„Ég hef margoft reynt að ræða við Reyni [Jónsson] yfirtryggingatannlækni og honum er ekki haggandi. Enda ekki í uppáhaldi margra. Ég hef farið í skoðun og kom í ljós að um var að ræða fæðingargalla. En allt kom fyrir ekki… Ég fæ enga aðstoð.

Í dag virðast gögnin hafa horfið úr kerfinu og finnst ekkert um þær skoðanir sem ég fór í þegar í ljós kom að um fæðingargalla væri að ræða…

Auglýsing
Einnig var ég hjá tannlækni þegar ég var yngri sem sem ég reyndi að leita til til að fá gögn en þá var hann orðin veikur og konan hans á leiðinni að henda öllum gögnunum hans sem voru öll í blaðaformi greinilega…“

Særún með dóttur sinni
Særún með dóttur sinni, Anyu Heiðu Cross sem er sex mánaða gömul

Særún vill vekja athygli á því hversu lítill stuðningur er fyrir fólk sem hefur þennan vanda:

Ég hef verið með allavega tannlækna sem hafa verið eins misjafnir og þeir eru margir. Mér finnst samt að tannlæknar ættu ekkert að rukka minna. Þeir eru búnir að leggja mikið á sig í skóla og vinna og fleira. En það er eins og tennur séu ekki partur af heilbrigði fólks. Mér finnst þetta ætti sem sagt að vera greitt niður eins og flest annað í heilbrigðiskerfinu.

Ég hef þurft að upplifa vítiskvalir sem engin virðist skilja nema þeir sem hafa verið í sömu stöðu.

Vegna lítillar hjálpar er ég ung kona sem sem vill ekki brosa vegna slæms ástands tanna. Það tekur ótrúlega á sálina að vera svona.. og bara allar bólgur, sýkingar, skemmdir og viðkvæm í gómi og tönnum… allir verkirnir. Ég á hreilnega erfitt með að einbeita mér vegna verkja.

Ég man ekki eftir einni utanlandsferð sem ég hef ekki farið til tannlæknis í, brotnað eitthvað eða fengið verki. Síðasta Spánarferð sem ég fór í fyrir nokkrum árum – ég endaði á að eyða helmingnum í tannpínu, bólgur, tannlæknaheimsóknir og svo endað þetta í „bráðskemmtilegri“ tannrótarfyllingu

Ég er búin að fá nóg, orðin 34 ára gömul og nýbúin að eignast litla dóttur og ég get ekki ímyndað mér að hún þurfi að ganga í gegnum svona.
Ég er núna búin að panta mér far, hótel og skoðun í Búdapest [Ungverjalandi] og er að fara þangað núna í næstu viku.
Mig langar að láta fólk vita að því að meðan ástandið hér heima er svona glatað í þessum málum og þá stendur til boða að fara út til útlanda og fá lausn. Kannski mætti orða það sem svo að erlendis er hægt að fá ódýrari lausn. Það sem ég þarf að fara í eru varanlegar aðgerðir vegna hversu slæmar tennurnar eru orðnar eftir litla sem enga hjálp.

Þar sem margir þora ekki og vita ekki hvort því sé treystandi þá mun ég taka allt upp á Snapchat aðgangi mínum (saerun.saevars)  sem ég stofnaði aðallega með þetta í huga…ég vil að sem flestir fái að fylgjast með og sjá að þetta sé líka möguleiki og þar af leiðandi vekja athygli á hvað það vantar mikið fyrir fólk með þennan vanda í kerfinu…

Ég veit um fullt af fólki sem hefur þurft að upplifa svipaðar kvalir og ég og voru ófáir sem höfðu samband við mig eftir að ég opnaði mig í fjölmiðlum.

Við bendum fólki á að fylgjast með Særúnu á Snapchat og senda henni skilaboð ef það er í sama vanda. (saerun.saevars) Einnig er hún með síðu á Facebook sem kallast Særún Sævars (smellið HÉR) ef fólk vill komast í samband við hana. 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!