KVENNABLAÐIÐ

Kærasti Bethenny Frankel úr RHONY látinn vegna ofneyslu lyfja

Dánardómstjóri í New York er nú að rannsaka lát Dennis Shields, kærasta Bethenny Frankel, einnar stjörnunnar úr Real Housewives of New York, en hann kom stundum fram í þáttunum.

Auglýsing

Fannst Dennis látinn í Trump Tower í New York. Lögreglan í New York (NYPD) staðfestir að Dennis (51) hafi fundist meðvitundarlaus og rænulaus í íbúð sinni í Trump Tower, þann 10 ágúst klukkan 9 um morguninn. Var hann úrskurðaður látinn á staðnum.

rhony in

Samkvæmt New York Post, tók Dennis, sem var kaupsýslumaður, of mikið af lyfseðilsskyldum lyfum. Hann hafði víst oftsinnis beðið aðstoðarmann sinn um að ná í Narcan, sem er lyf sem snýr við áhrifum ópíóða þegar hann áttaði sig á að líf hans væri í hættu. Þá var það þegar of seint.

Auglýsing

Bethenny (47) og Dennis fóru að hittast árið 2016 en hættu oft saman.

Vinir Dennisar eru í áfalli því þeir vissu ekki af því að hann notaði nein lyf, hvað þá misnotaði þau.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!