KVENNABLAÐIÐ

Kylie Jenner ætlar að halda fimm afmælisveislur í tilefni 21 árs afmælisins

Milljónamæringurinn Kylie Jenner verður 21 árs á morgun og hún ætlar að eyða milljón dollurum (tæplega 110 milljónum ISK) í að halda ekki eina, heldur fimm afmælisveislur. Geri aðrir betur!

Auglýsing

„Hún ætlar að halda tvö partý í klúbbum í Los Angeles og þrjú önnur á einkaheimilum, þar meðtalið eitt stórt heima hjá henni,“ segir vinkona Kylie við Radar.

„Kylie ætlar að taka stóran hóp af vinum með einkaþotu til suðrænna landa í vikulangt djamm í sólinni.“ Þrátt fyrir að hún ætli að halda því leyndu hvert verður farið er giskað á Joe Francis’ ströndina í Cabo San Lucas í Mexíkó þar sem hún hefur oft verið áður: „Undirbúningurinn hefur staðið yfir í margar vikur en ýmislegt getur breyst,“ segir hún.

Auglýsing

Systur Kylie hafa ekki sagt orð, nema hvað Kourtney hefur sagt að hún ætli að djamma eins og það sé hennar eigin 21 árs afmælisdagur! Hún býst allavega við miklu fjöri – og vonandi fáum við að sjá myndir úr partýunum!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!