KVENNABLAÐIÐ

Mun Kourtney byrja aftur með barnsföður sínum eftir að hafa skilið við Younes?

Kourtney Kardashian á ekki sjö dagana sæla. Hún hefur átt í erfiðleikum með samskipti við systurnar og hafa þær rifist mikið. Nú hætti hún með hinum mun yngri Younes Bendjima síðustu helgi þar sem að hann á að hafa haldið framhjá henni. Þau höfðu verið að hittast í tvö ár.

Ekki búast samt við því að hin einstæða þriggja barna móðir hoppi aftur í fangið á Scott Disick, því hún hefur nákvæmlega ENGAN áhuga á því.

Auglýsing

„Scott var pínu áhyggjufullur að heyra af skilnaðinum en fannst það síðan líka nokkuð fyndið því það þýðir að „hann vann,““ meinandi þá að hann er enn að hitta sínu ungu kærustu, Sofia Richie, segir innanbúðarmaður í viðtali við Radar.

Auglýsing

„Allir halda að Scott eigi eftir að hætta strax með Sofiu og hlaupa aftur til Kourtney, en það getur bara ekki verið. Þau búa saman núna og þetta er alvarlegt. Hann er hamingjusamur og ástfanginn.“

Í sýnishorni KUWTK sem frumsýnt var þann 6. ágúst, sást Scott segja að hann sagðist kannski ætla að gefa fyrstu ástinni sinni séns aftur: „Við höfum alltaf sagt að við ætluðum að reyna aftur þegar við yrðum fertug. Þannig hún á núna næstum tvö ár.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!