KVENNABLAÐIÐ

Demi Lovato deilir fyrstu færslunni sinni á samfélagsmiðlum eftir að hafa tekið of stóran skammt

Demi Lovato hefur nú opnað sig varðandi ofneysluna og hvernig henni líður í dag. Hún var lögð á spítala vegna ofneyslu í júlí. Hún segir: „Ég hef alltaf verið opin varðandi ferðalag mitt með fíkninni. Það sem ég hef lært er að sjúkdómurinn er ekki eitthvað sem hverfur eða minnkar með tímanum. Þetta er eitthvað sem ég þarf að halda áfram að komast yfir og ég hef ekki gert það enn.“

Auglýsing

Söngkonan þakkaði fjölskyldu, vinum, aðdáendum, heilbrigðisstarfsfólki og guði fyrir ástina og stuðninginn sem hún hefur fengið og segir svo: „Nú þarf ég tíma til að jafna mig og einbeita mér að edrúmennskunni og leiðina til bata. Ástin sem allir hafa sýnt mér verður aldrei gleymd og ég hlakka til dagsins þegar ég segi að ég hafi komið út á hinni hliðinni. Ég mun halda áfram að berjast.“

Auglýsing

A post shared by Demi Lovato (@ddlovato) on

Demi hafði verið edrú í sex ár í mars síðastliðnum. Í júní gaf hún út lagið „Sober“ þar sem hún játar að hafa fallið. Eftir að hafa svo tekið of stóran skammt samþykkti hún að fara í meðferð því „hún vill gefa út yfirlýsingu til aðdáenda, fjölskyldu og vina að hún sé sterk og geti komist í lag.“

Auglýsing

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Demi segir frá því sem er í gangi í hennar lífi. Hún hefur verið opin varðandi baráttuna við geðhvarfasýki og átröskun. Hún fór í meðferð í fyrsta sinn árið 2010 þegar hún var loks greind með geðhvarfasýki eftir að hafa verið í vanda með andlegt heilbrigði í mörg ár.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!