KVENNABLAÐIÐ

Madonna skipuleggur leynilegt, æsispennandi sextugsafmæli!

Söngkonan Madonna verður hvorki meira né minna en sextug þann 16. ágúst næstkomandi og ætlar hún fagna því ærlega, en enginn gestur veit hvert þemað kemur til með að vera né hvar það verður.

Auglýsing

Giska slúðurmiðlar á að hún ætli sér að halda það erlendis, annaðhvort í Portúgal eða á öðrum exótískum stað: „Hún er enn og aftur að halda öllum í spennu,“ segir vinur söngkonunnar. Madonna er enn að skipuleggja hvað hún muni gera en vinurinn heldur áfram: „Hver og einn gestur mun fá sérstakar leiðbeiningar varðandi klæðnað og sá sem kemur í flottasta búningnum fær verðlaun, mjög dýra ferð sem verður sennilega í Afríku.“

Auglýsing

Þrátt fyrir að Madonna eigi milljónir aðdáenda sem myndu glaðir mæta ætlar hún að bjóða einungis 60-75 gestum.

Heldur hún gestum sínum í spennu: „Þeir sem eru að hjálpa til við skipulagningu þurfa að skrifa undir plagg að þeir muni ekki kjafta frá. Þeim hefur verið skipt í hópa þannig þeir geta ekki sagt hver öðrum frá og engum smáatriðum verður lekið fyrir partýið. Þetta á í raun að verða eins og óvænt partý fyrir hvern og einn og gestunum mun líða sem þeir séu í ævintýri.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!