KVENNABLAÐIÐ

Mila Kunis segir frá hjónabandi Ashton Kutcher og Demi Moore

Hvað ætli Demi Moore finnist um þetta? Leikkonan Mila Kunis, sem nú er gift leikaranum Ashton Kutcher, tjáði sig um fyrrverandi hjónaband Ashtons við leikkonuna Demi Moore í hlaðvarpsþætti Marcs Maron á dögunum.

Auglýsing

„Ég giftist fráskildum manni,“ sagði Mila (34) við Marc. Þegar hann svo spurði hana hverri hann hefði verið kvæntur sagði hún: „Demi Moore.“

Mila og Ashton sem eiga tvö börn sagði að Ashton og Demi (55) hefðu átt „eðlilegt“ hjónaband áður en þau skildu árið 2011. „Þau áttu venjulegt, alvöru samband“ og svo sagði hún um börn Demi og Bruce Willis en þau áttu þrjú saman: „Þau höfðu þrjú börn sem þau ólu upp. Hann elskaði þessa krakka.“

Brúðkaup Demi og Ashtons
Brúðkaup Demi og Ashtons
Auglýsing

Ashton (40) sást reglulega með börnum Demi allt hjónabandið, þær Rumer, Scout og Tallulah. Segir Mila að hann hafi enn samband við þær en þær eru á tvítugsaldri.

Mila viðurkenndi einnig að hún hafi farið að hitta Ashton, meðleikara sinn úr That 70’s Show, mjög skömmu eftir skilnaðinn við Demi.

Eftir að hafa hist í einungis þrjá mánuði vildi Ashton að þau flyttu inn saman. „Hann hafði bara verið einhleypur í um ár. Hann var þrjóskur og sagði: „Ég ætla ekki að missa þig,“ segir Mila.

milas

Mila og Demi hafa áður eldað grátt silfur saman. Eftir að sonur Milu og Ashtons fæddist árið 2016 reyndi Demi að gefa honum uppeldisráð en Mila var ekki hrifin: „Hún snappaði og sagði Demi að hún hefði fengið nóg. Hún vill að þau láti þau í friði. Demi á líka bara stelpur þannig Milu fannst ráðin frekar hlægileg,“ sagði vinur parsins á sínum tíma.

Mila og Ashton hafa verið gift síðan 2015, tveimur árum eftir að skilnaðinum lauk endanlega við Demi.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!