KVENNABLAÐIÐ

Tom Cruise mun loksins að reyna að ná sambandi við dóttur sína, Suri Cruise, eftir sex ára þögn

Leikarinn Tom Cruise fær sennilega seint nafnbótina „Besti faðir heims.“ Með tilskipan Vísindakirkjunnar þarf hann að hætta samskiptum við fólk utan safnaðarins sem hefur horfið á brott þaðan. Það er ástæðan fyrir að hann hefur ekki haft samband við Katie Holmes eða dóttur sína Suri Cruise í sex ár.

Auglýsing

Fleiri söfnuðir hafa slíkt fyrirkomulag, m.a. Vottar Jehóva. Ef fólk hefur verið rekið úr söfnuðinum fyrir „brot“ á þeirra reglum mega safnaðarmeðlimir ekki tala aftur við þá brottreknu.

suri og pabbi

Nú hefur innanbúðarmaður sagt í viðtali við OK! að eftir að hafa fengið „hjartnæm bréf, símtöl og skilaboð frá Suri,“ hafi Tom (56) ákveðið loksins að reyna að laga sambandið við dóttur sína: „Hann hafði samband við Suri í gegnum þriðja aðila sem hann treystir algerlega til að tékka á hvort allt sé í lagi hjá henni. Hann vill að hún viti að hann hefur hugsað stöðugt um hana allan þennan tíma og fékk öll skilaboðin hennar. Í raun las hann og hlustaði á hvert einasta orð.“

Auglýsing

Segir hann einnig að leikarinn sé loks tilbúinn að endurvekja sambandið við dóttur sína: „Tom tekur smá skref í einu en vill verða hluti af lífi hennar það sem eftir er – og margir telja að það muni gerast fljótlega.“

Þann 29. júní 2012 fór Katie frá Tom með látum og endaði sex ára hjónaband þeirra. Hún skipti um íbúð, símanúmer og réði nýja öryggisgæslu.

suri og pabb

Ekki er alveg vitað hvenær Tom sá Suri síðast en þau hafa ekki náðst á mynd saman í mörg ár: „Þú getur ímyndað þér hversu erfitt þetta hefur verið tilfinningalega fyrir Suri. Það sem verra er – Tom hefur alltaf mátt hitta Suri 10 daga í mánuði, en hefur aldrei þegið það,“ heldur maðurinn áfram og segir að Vísindakirkjan hvetji fólk til að „aftengjast“ fólki sem hverfur frá hinu umdeilda trúarsamfélagi.

Auglýsing

„Tom gat ekki haft samband við Katie því hún flúði kirkjuna. Tom hefur mikil völd í kirkjunni og telur að hann megi því hunsa þessa stífu reglu. Hann ætlar að byggja nýja kirkju í Flórída en talið er að hann sé einungis að undirbúa sameiningu við Suri. Hún stækkar svo fljótt og honum finnst hann hafa misst af miklu. Hann vill hún verði hluti af lífi hans á ný.“