KVENNABLAÐIÐ

Brúður sendir út brúðkaupið sitt í beinni á Facebook en brúðguminn mætti ekki

Hversu hörmulegt er þetta? Hin tælenska Manow Jutathip Nimnual og tilvonandi eiginmaður Phakin Junjerm áttu að ganga í hjónaband þann 22. júní síðastliðinn við afskaplega íburðarmikla athöfn en hann skildi hana eftir eina við altarið.

Auglýsing

Manow hefur nú fengið þúsundir skilaboða sem hafa hjálpað henni að komast yfir áfallið, en eins og áður sagði, endaði dagurinn með ósköpum þegar brúðguminn fékk bakþanka.

Manow útskýrir um hvað málið snýst
Manow útskýrir um hvað málið snýst

Þegar hún áttaði sig á því að hinn helmingurinn ætlaði sér ekki að mæta við athöfnina þurfti Manow að fara á svið til að segja gestunum að af brúðkaupinu yrði ekki.

Auglýsing
Manow
Manow

The Bangkok Post flutti fréttir af þessu og sagði að Manow (24) hafi beðið gestina afsökunar og þakkað foreldrum og vinum fyrir að hjálpa henni að undirbúa brúðkaupið.

livefb6

Myndbandið hefur nú farið á flug á netinu og meira en fimm milljónir hafa séð það. Í kjölfarið fékk hún ótal skilaboða sem hljómuðu öll á þá leið: „Haltu áfram að berjast!“ og „Ég stend með þér!“ „Þú ert baráttukona, systir! Vertu sterk, þú ert gullfalleg.“

Um þúsund manns var boðið í brúðkaupið og höfðu þau einnig keypt risastór auglýsingaskilti af þessu hátíðlega tilefni.

livefb23

Manow og Phakin (18) höfðu ekki verið að hittast lengi áður en þau trúlofuðu sig. Phakin mætti víst ekki í brúðkaupið þar sem fjölskylda hans gat ekki greitt heimanmundinn. Átti hann og fjölskyldan að greiða um sem samsvarar 630.000 ISK í reiðufé og gulli.

Auglýsing

livefb8

Vill Manow nú fá bætur fyrir að hafa lent í þessu ömurlega atviki. Frændi Phakin hefur boðist til að semja fyrir hann um bætur til hennar.

Brúðurin er nú búin að fá ótal boð um viðtöl í fjölmiðlum í Tælandi eftir að sagan fór á flug, enda ekki á hverjum degi sem þetta gerist…vonandi!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!