KVENNABLAÐIÐ

Faðir Britney Spears býðst til að borga aukið meðlag til Kevin Federline

Jamie Spears, faðir Britneyjar reynir nú að fá barnsföður hennar til að hætta við málaferli gegn henni. Sér Jamie um fjármál Britneyjar og hefur boðið K-Fed auka 10.000 dollara á mánuði í meðlag (rúm milljón ISK á mánuði)

Auglýsing

Það þýðir að Kevin mun fá um 30.000 dollara á mánuði fyrir að hugsa um börnin þeirra (3,3 m ISK).

Kevin (40) og Britney (36) giftu sig árið 2004 og skildu árið 2006 eftir að hafa átt synina tvo, Sean (12) og Jayden (11). Gengið var frá skilnaðinum í júlí árið 2007 og áttu þau í forræðisdeilu vegna strákanna. Að lokum fékk Kevin fullt forræði vegna áfengis- og eiturlyfjaneyslu Britneyjar en hún er edrú nú í dag.

Auglýsing

Fengu drengirnir nýja stjúpmóður en Kevin kvæntist Victoriu Prince árið 2013 og eiga þau tvö börn saman. Eins og Sykur hefur áður greint frá, segist Kevin búa við sára fátækt í leiguhúsnæði í Tarzana í Los Angeles.

Auglýsing

Britney borgar honum eins og áður sagði, tvær milljónir á mánuði fyrir að hugsa um strákana. Hún leyfir honum að hafa forræðið en vill alls ekki að hann „notfæri sér hana,“ eins og Us Weekly hefur greint frá. Hún segist borga honum alveg meira en nóg til að framfleyta sonunum. Hún borgar allt fyrir þá, bæði einkaskóla og aðrar athafnir.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!