KVENNABLAÐIÐ

Slæmar fréttir af föður Kanye West

Nú eru tíu ár liðin síðan Donda, heittelskuð móðir rapparans Kanye West, fór yfir móðuna miklu en nú er hann uggandi vegna nýrra frétta af föður sínum, Ray West. Þjáist hann af illvígum sjúkdómi sem gæti lagt hann til síðustu hvílu, segir náinn fjölskyldumeðlimur í viðtali við Radar: „Faðir hans er veikur og er með krabbamein í maga,“ segir fyrrum stjúpmóðir Kanyes, Cheryl Carmichael West, og segir að Ray hafi greinst síðasta vor.

Auglýsing

„Hann er í meðferð og mér skilst að meðferðin sé að virka.“

Ray sást þreyttur og uppgefinn þegar hann hittir son sinn í Nobu, Malibu, Kaliforníu á sushi stað á dögnum. Kanye virtist einnig leiður og utan við sig þegar hann leiddi föður sinn til bílsins eftir matinn.

Auglýsing

keye dad4

Þessar leiðinlegu fréttir koma á sama tíma og 10 ár eru liðin síðan Donda lést. Hún lést árið 2008, í janúarmánuði eftir að hafa farið í lýtaaðgerðir hjá Dr. Jan Adams, s.s. brjóstaminnkun og fitusog. Er talið að hún hafi látist vegna ógreindrar kransæðastíflu og ýmissa þátta í aðgerðunum sem hún höndlaði ekki.

Kanye átti alltaf sérstakt samband við móður sína og hefur átt mjög erfitt eftir að hún dó. Árið 2016 átti hann t.d. mjög erfitt og endaði á geðsjúkrahúsi, en hann er greindur með geðhvarfasýki.

Auglýsing

kanye og donda

Í dag er Kanye mjög náinn föður sínum eftir að móðir hans féll frá. Hann hefur þó lítið getað syrgt hana og fór strax til vinnu eftir andlátið. Er líklegt að niðurbrotið hafi átt sér stað eftir að Donda lést, en það gerðist á sama tíma og átta ár voru liðin frá andlátinu.