KVENNABLAÐIÐ

Tina Turner dreifir ösku sonar síns: „Dapurlegasta augnablik mitt sem móðir“

Elsti sonur söngkonunnar Tinu Turner tók sitt eigið líf fyrir nokkrum vikum og opnaði hún sig loksins varðandi harmleikinn. Föstudaginn 27. júlí deildi Tina mynd af sjálfri sér á Twitter þar sem hún er að dreifa ösku sonar síns í sjóinn:

tina2

Auglýsing

„Dapurlegasta augnablik mitt sem móðir,“ segir hún við myndina. „Fimmtudaginn 19. júlí 2018 kvaddi ég Craig Raymond Turner í síðasta sinn, þegar ég hitti fjölskyldu og vini til að dreifa ösku hans á strönd Kaliforníu. Hann var 59 ára þegar hann lést á svo hörmulegan hátt, en hann mun alltaf verða barnið mitt.“

Auglýsing

Þau mæðgin höfðu víst ekki talað saman í nokkur ár og nágranni Craigs sagði að hann hefði aldrei minnst á móður sína.

Tina (78) býr nú í Sviss með Erwin Bach eiginmanni sínum sem er töluvert yngri.

Nú þar sem Craig hefur verið lagður til hinstu hvílu mun söngleikur vera gerður um dramatískt líf Tinu og innsýn inn í líf Craigs.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!