KVENNABLAÐIÐ

Nýr kærasti ofurfyrirsætunnar Elle Macpherson er umdeildur læknir sem berst gegn bólusetningum

Elle Macpherson (54) kom aðdáendum sínum í opna skjöldu þegar fréttir bárust af því að hún er að hitta hinn umdeilda lækni, Andrew Wakefield, en hann talar opinskátt á móti bólusetningum.

Auglýsing

Náinn vinur Carmel, fyrrverandi konu hins alræmda læknis, segir í viðtali við Radar að það kunni að vera að Andrew sé að nýta sér Elle til að hefja nýjan feril í Hollywood, í kvikmyndabransanum. Kom það Carmel töluvert á óvart að hann vildi skyndilega skilnað og flutti hann af heimili þeirra í Austin, Texas og flutti í glysborgina: „Hún sagði mér að hann hefði farið frá Austin til Hollywood að búa til bíómyndir,“ segir þessi vinur í nafnlausu viðtali. „Carmel er indæl kona sem stóð með manni sínum í gegnum súrt og sætt. Þú getur ímyndað þér hvernig henni líður núna eftir að hafa stutt hann í öll þessi ár.“

Andrew og Carmel og börn
Andrew og Carmel og börn
Auglýsing

Í síðustu viku sást Andrew (61) – sem skildi við Carmel í apríl á þessu ári – kela og kyssa Elle í súpermarkaði í Miami. Fyrr á árinu var læknirinn, sem er frá Bretlandi, brosandi við hlið Carmel og þremur börnum þeirra en þau voru gift í meira en tvo áratugi.

Elle er gullfalleg kona, enda hefur hún oft verið kölluð „The Body" sérstaklega eftir að hafa setið oft fyrir hjá Sports Illustrated
Elle er gullfalleg kona, enda hefur hún oft verið kölluð „The Body“ sérstaklega eftir að hafa setið oft fyrir hjá Sports Illustrated

Árið 2010 var læknaleyfi Andrews afturkallað í Bretlandi vegna ósiðlegrar hegðunar á sviði læknavísinda. Hinum smáða lækni var bannað að stunda lækningar eftir að hann birti ritgerð sem hann ætlaði að sannaði tengsl bólusetningar og einhverfu. Kenningarnar voru tættar niður af rannsakendum og vísindamönnum og hann dæmdur fyrir að falsa rannsóknargögn og að hafa verið með ónauðsynleg inngrip og rannsóknir á börnum. 
and33

Andrew flutti með fjölskyldunni til Houston með fjölskyldunni. Aðalinnkona hans stendur nú af fyrirlestrum sem hann flytur til að styðja við málstað þeirra sem vilja ekki bólusetningar.

Elle skildi við milljarðamæringinn Jeffrey Soffer árið 2013 og fékk 80 milljón dollara við skilnaðinn.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!