KVENNABLAÐIÐ

Þessi mynd birtist ef þú gúglar orðið „idiot“

Donald Trump heldur sennilega að hann sé, tja…„mjög, mjög klár“ en netið er ekki sammála honum. Í raun, ef þú slærð orðið „idiot“ (í: bjáni, hálfviti, vitleysingur) á Google og leitar eftir myndum er andlitið á appelsínugula, þunnhærða trumpinum það fyrsta sem þú sérð.

Auglýsing

Prófaðu bara sjálf/ur! Smelltu hér! 😀

Google-flokkunin kann ekki að vera áreiðanlegasta heimildin, en þetta er samt sem áður býsna fyndið. Í raun prófuðum við þetta sjálf hér á Sykri og niðurstöðurnar komu ekki á óvart!

Til gamans má geta, þar sem Dónald heimsótti Bretland um daginn, þá vissi hann ekki að Bretland samanstæði af fjórum mismunandi löndum: Englandi, Wales, Skotlandi og Norður-Írlandi. Í viðtali við Daily Mail um borð í Air Force One (forsetaþotunni) sagði Donald: „Þú veist, þið hafið svo mörg mismunandi nöfn – Stóra Bretland. Ég segi alltaf: „Hvað finnst þér best? Stóra-Bretland? Skilurðu hvað ég er að segja?“

Auglýsing

Þegar fréttamaðurinn benti á að þetta væri ekki sami hluturinn sagði Donald: „Rétt, já. Þú veist að ég veit, en margt fólk veit það ekki. Þið hafi fullt af ólíkum nöfnum.“

Auglýsing

Donald sagði svipað við fréttamiðilinn The Sun þegar hann heimsótti Bretland: „Þú heyrir ekki orðið „England“ eins mikið og þú ættir að heyra það. Mér finnst England fallegt nafn.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!