KVENNABLAÐIÐ

Fyrirsæta sögð „sjúk“ eftir að hún tók sjálfur með föður sínum látnum

Serbísk fyrirsæta og söngkona hefur vakið reiði netsins eftir að hafa tekið „selfie“ með nýlátnum föður sínum á sjúkrabeðinu. Jelica Ljubicic, setti upp stút á varirnar og tók mynd og póstaði á samfélagsmiðla.

Auglýsing

fririri

Fólk átti ekki orð yfir ósmekklegheitum Jelicu og skömmuðu hana óspart fyrir að nýta þetta tækifæri í eigin þágu. Hún setti myndina á samfélagsmiðla ásamt kveðju til föður síns, sem sést með hangandi höfuð í sjúkrarúminu fyrir aftan hana.

„Pabbi…hvíldu í friði. Við börðumst eins og við gátum, en þetta er ekki okkar vilji. Við ráðum ekki hversu lengi við munum lifa. Hann kvaddi okkar á 67. ári lífs síns. Takk fyrir allt. Ég er þakklát fyrir að vera dóttir þín og hafa haft þig sem föður. Takk fyrir að stýra okkur rétta leið. Hvíldu í friði, þú munt alltaf dvelja í hjörtum okkar.“

Auglýsing

Þrátt fyrir hjartnæm skilaboð voru samfélagsmiðlanotendur hissa á ákvörðun Jelicu að birta myndina.

Jelica
Jelica

Einn sagði: „Svona þykir henni vænt um pabba sinn. Hún hefur samt tíma og styrk til að taka myndir.“

Auglýsing

Magdalena sagði: „Aðeins sjúk manneskja myndi gera þetta.“

fuyriri

Nada: „Ég trúi ekki því sem ég les og sé. Nei, það er engin von fyrir þessa veröld.“

Jelica tók síðan myndina af netinu, en hún er samt í fréttum um allan heim fyrir framtakið.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!