KVENNABLAÐIÐ

Paris Hilton kallar Lindsay Lohan „sjúklegan lygara“

Snemma á 10. áratugnum var mikið drama alltaf í kringum Paris Hilton, eins og margir muna. Þó hún hafi elst hefur hún þó engu gleymt. Á Instagram, 18. júlí 2018 var hún að skoða gömul myndbönd með sjálfri sér og öðrum og ákvað að pósta myndbandi með Lindsay þar sem hún sakar Paris um að hafa slegið hana og hellt drykk yfir hana.

Auglýsing

Paris setur hlátur-emoji við og segir #pathologicalliar þar sem hún segir þetta aldrei hafa gerst. Lindsay bar þetta síðar til baka og sagði: „Allir ljúga“ og sagði Paris vera vinkonu sína.

Paris og Lindsay í afmæli vinar árið 2005
Paris og Lindsay í afmæli vinar árið 2005
Auglýsing

Aðdáendum fannst mörgum þetta vera illa vegið að Lindsay og Paris hafi rifjað upp málið til að upphefja sjálfa sig. Sumir sögðu þó að það væri gaman að rifja upp gamla nostalgíu og leiðinlegt að svona mál gerist ekki lengur.

Auglýsing

Það er kannski rétt, við sjáum ekki drama eins og þetta lengur. Paris og Lindsay hafa báðar vaxið – nú býr Lindsay í London og er að vinna að endurkomu í Hollywood og Paris er trúlofuð og nýtur þess að ferðast um heiminn sem plötusnúður.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!