KVENNABLAÐIÐ

Kristilegt uppeldi bannar Hailey Baldwin að gista í sama rúmi og unnustinn Justin Bieber

Nýtrúlofaða parið, söngvarinn Justin Bieber og fyrirsætan Hailey Baldwin, fá ekki að sofa saman fyrir giftingu. Þau umgangast hvort annað á daginn þegar þau eru saman í New York, en kveðjast á kvöldin. Hailey heldur í íbúðina sína í Brooklyn en Justin tékkar sig inn á hótel.

Auglýsing

„Hailey er heittrúuð og það sem kalla mætti „góð stelpa,“ segir vinur parsins í viðtali við Radar. Mamma Justins, Pattie og foreldrar Hailey Kennya og Stephen eru bæði „endurfædd og hafa þekkt hvert annað í gegnum kirkjuna síðan Justin var 10 ára og Hailey sex ára.“ Stephen Baldwin var áður leikari en er orðinn prestur í dag.

Auglýsing

Hailey var í skóla heima þar til hún var unglingur og nú er hún að „hjálpa Justin að komast á beinu brautina. “ Til að sanna að hann gangi aftur á guðs vegum fer Justin oft í kirkju með Hailey í Hillsong, ástralskri kirkju sem hefur aðsetur einnig í New York.

Auglýsing

„Fólk horfir á trú ein sog hún sé eitthvað til að óttast og þau vita ekkert um hvað þau tala,“ hefur Hailey sagt, „en í enda dags er kirkja bara bygging og persónuleg trú fólks er það sem skiptir máli.“

Bieber virðist sáttur við þetta: „Hann fer í kirkjuna með henni“ segir vinur parsins. „Hann er enn að berjast við sína djöfla, en það er von.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!