KVENNABLAÐIÐ

„Dóttir mín er skelfingu lostin,“ segir faðir Meghan Markle

Thomas Markle, faðir Meghan Markle, segist hafa miklar áhyggjur af henni og sjái í gegnum „þvingað bros“ hennar að ábyrgðin að vera hluti af konunglegu fjölskyldunni sé henni ofviða. Taka skal þó fram að Thomas er virkilega móðgaður þar sem fjölskyldan hefur ekki viljað hafa samband við hann og hefur hann ekki fengið nein boð til að taka þátt í athöfnum hennar.

Thomas (73), eins og kunnugt er, fylgdi ekki Meghan að altarinu þar sem hann hafði áhyggjur af heilsu sinni, en hann er hjartveikur. Charles Bretaprins fylgdi henni í staðinn. Faðir hennar hefur verið ötull við að skapa hneyksli, bæði fyrir og eftir brúðkaupið. Þau feðgin hafa ekki talað saman síðan rétt eftir brúðkaupið, að hans sögn.

Auglýsing

Thomas Markle var tárvotur þegar hann tjáði sig við The Sun um hina skelfilegu þjáningu sem dóttir hans væri að ganga í gegnum til að verða hluti af bresku konungsfjölskyldunni og fara frá því að vera leikkona í sjónvarpi til opinberrar persónu. Sagði Thomas að hann sæi glögglega „sársaukann bakvið brosið“ og hann hefði áhyggjur af því að Meghan (36) hefði of mikið að gera við sínar konunglegu skyldur.

kate og 4

Sagði Thomas einnig að hertogaynjan af Sussex væri að reyna að fela streituna þegar hún væri við opinberar athafnir og hún væri „skelfingu lostin“ vegna þeirra skyldna sem henni eru lagðar á herðar af „úreltri“ og „asnalegri“ fjölskyldu (þ.e. bresku konungsfjölskyldunni).

Thomas Markle, sem er fyrrum lýsingastjóri í Hollywood, hefur verið viðriðinn ýmis klúður frá því dóttir hans trúlofaði sig og hann fékk smá skerf af sviðsljósinu. Í viðtali varaði hann Harry Bretaprins við að „sigra“ Meghan og sagði að hann hefði orðið „neðanmálsgrein“ í sögubókum þar sem hann komst ekki í brúðkaupið. Fyrr hafði hann selt slúðurblaðamönnum myndir af sér í heimabæ sínum í Rosarito í Mexíkó til að reyna að fegra ímynd sína fyrir brúðkaupið.

Auglýsing

Nú hefur hann tjáð áhyggjur sínar af dóttur sinni í viðtali við The Sun, sunnudaginn 15. júlí: „Ég sé það í augum hennar, ég sé það í andlitinu hennar og ég sé það í brosinu hennar. Ég hef séð bros hennar í áraraðir. Ég þekki þetta bros. Mér líkar ekki það sem ég sé núna…þetta er bros hlaðið sársauka. Það er dýru verði greitt að vera gift inn í þessa fjölskyldu.“

fliss

Einnig sagði hann dóttur sína vera „mjög stjórnsama“ og hún „vilji vera við stjórn“ þannig að hún eigi sennilega mjög erfitt með að fylgja stífum reglum fjölskyldunnar.

Thomas, sem oftast er klæddur í pólóbol og gallabuxur, hefur gagnrýnt fataskyldu konungsfjölskyldunnar. Segir hann að þegar fjölskyldan sést opinberlega líti hún út fyrir að vera „eins og úr gamalli bíómynd.“ Hann hefur einnig sagt að „hálft Bretland“ græði á myndum af dóttur sinni, en upp um hann komst sex dögum fyrir brúðkaupið fyrir að – einmitt- selja myndir sjálfur fyrir væna summu.

„Breska konungsfjölskyldan fer eftir reglum sem eru asnalegar,“ sagði hann og sagði Bretlandsdrottningu „fáránlega“ að hafa hunsað hann vegna „heimskulegra ljósmynda.“ Hann er þó ekki reiður Harry eða Meghan fyrir útskúfunina og vorkennir þeim fyrir að „kunna ekki að sýna tilfinningar.“

Auglýsing

Thomas fór í hjartaaðgerð þegar Meghan var leidd að altari af Charles Bretaprinsi í kirkju St George’s. „Ég gæti í raun dáið fljótlega. Vill hún að þetta séu okkar síðustu samskipti?“ Þarna brotnar hann niður í viðtalinu og rödd hans brestur: „Skilaboð mín til hennar gætu verið: „Ég elska þig, ég sakna þín, mér þykir leitt að allt fór á rangan veg.“

Meghan hefur, þrátt fyrir áhyggjur föður síns, virst njóta hverrar mínútu. Hún hefur verið í Ascot, brúðkaupi og fyrstu utanlandsferðinni og verið ein með drottningunni. Af myndunum að dæma má segja að hún og Harry sé afar hamingjusöm og ekkert sé því að marka áhyggjur föður hennar.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!