KVENNABLAÐIÐ

Meghan Markle og Kate Middleton saman á tennisleik: Myndir

Hertogaynjurnar fylgdust með vinkonu sinni, Serenu Williams: Svilkonurnar Meghan Markle og Kate Middleton áttu greinilega góða stund á Wimbledon í dag þar sem þær fylgdust með Serenu Willams í lokakeppninni. Þær voru í góðu skapi og hlógu mikið og voru eflaust glaðar að geta átt stelpuhitting saman.

Auglýsing

kate og 1

Í dag var tólfti dagur keppninnar og lék veðrið við þær þar sem nærri 30°C eru í Bretlandi þessa dagana. Þetta var í fyrsta sinn sem þær fara saman út opinberlega, án eiginmannanna Harry og Williams.

Auglýsing

kate og 5

Fyrir þennan leik horfðu þær á bónus-úrslitaleik milli Rafael Nadal og Novak Djokovic.

kate og 66

Þær voru spenntar fyrir leiki dagsins og hittu drengi og stúlkur, yngri spilara, fyrir leikinn þar sem hertogaynjurnar af Cambridge og Sussex léku á alls oddi. Einnig hittu þær fyrrum spilara Wimbledon, eldri konur og áttu góða stund með þeim.

kateog8

Meghan var í Ralph Lauren kjól og Kate var í Jenny Packham kjól.

Auglýsing

kate og 1

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!