KVENNABLAÐIÐ

Fyrirsætan Kate Upton gengur með sitt fyrsta barn!

Sports Illustrated fyrirsætan Kate Upton tilkynnti meðgöngu sína á Instagram en hún gengur nú með sitt fyrsta barn. Kate sem er 26 ára er gift hafnaboltaspilaranum Justin Verlander og virðast þau afskaplega hamingjusöm.

Pósturinn á Instagram sýndi litla bumbu í rauðri dragt með yfirskriftinni: PregnantInMiami.

Auglýsing

Kate og Justin tilkynntu um trúlofun sína á rauða dreglinum á Met Gala árið 2016 og gengu þau í það heilaga í nóvember 2017.

#PregnantinMiami @justinverlander ?❤️

A post shared by Kate Upton (@kateupton) on

Gaf hún til kynna að hún hefði fréttir að færa í apríl 2018 með Instagrampósti sem sýndi hana í skugga og sagði: „You’ll find out soon enough.“ Í febrúar 2017 sagði hún að hún vildi börn en sagði að þau myndu ekki fara í það alveg strax, ekki nema það væri slys.

kate wed

Auglýsing

Kate hefur gert það gott í fyrirsætubransanum að undanförnu og er eflaust tilbúin að hefja nýtt hlutverk sem móðir.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!