KVENNABLAÐIÐ

Janet Jackson leitar til gamals elskhuga eftir fráfall föður hennar

Söngkonan Janet Jackson (52) skildi við eiginmann sinn, eins og kunnugt er, eftir að sonur þeirra fæddist. Hún missti svo föður sinn Joe Jackson á dögunum og hefur fundið huggun hjá gömlum elskhuga í gegnum árin, Jermaine Dupri.

Fóru þau skötuhjú til New Orleans um helgina og nutu tónlistarhátíðarinnar Essence Music Festival. Þau hafa verið saman og sundur í fjöldamörg ár, en eitthvað er það sem heldur þeim í sambandi.

Auglýsing

Þau eru þó ekki tilbúin að opinbera samband sitt enn um sinn: „Forgangsatriði Janetar er barnið hennar, Eissa og heilsan. Þau Jermaine eru samt að hittast og hafa verið að hittast síðan hún skildi við Wissam Al Mana,“ segir vinur söngkonunnar í viðtali við Radar.

„Þau hafa alltaf verið góðir vinir en nú hefur Janet leitað til hans til að fá hjálp og stuðning eftir þennan leiðindaskilnað við Wissam. Þau hafa alltaf haft þennan neista á milli sín og nú hefur hann verið endurvakinn.“

Auglýsing

Sögusagnir segja meira að segja að Janet hafi verið í sambandi við Jermaine áður en hún skildi við Wissam, í desember 2017.

Auglýsing

„Janet og Jermaine tala saman á hverjum degi og treysta hvort öðru fyrir öllu,“ heldur þessi heimildarmaður áfram.

Nú hefur Janet misst föður sinn sem lést þann 27. júní síðastliðinn vegna krabba, 89 ára að aldri. „Jermaine var til staðar fyrir hana þegar Joe dó. Hann var einn af fáum sem hún var í sambandi við þegar hann varð veikur og hann var allan tímann til staðar.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!