KVENNABLAÐIÐ

Demi Lovato fallin

Söngkonan Demi Lovato var talskona þess að vera edrú…þar til núna. Hún hefur farið aftur í neyslu fíkniefna og áfengis. Hún var áður talskona CAST sem eru meðferðarstöðvar í Vestur-Hollywood, en á nú í deilum við þær. Hefur nafn hennar og myndir af henni verið fjarlægðar af vefsíðum þeirra.

Auglýsing

„Þau eiga í hatrömmum deilum út af peningum og vörumerki,“ segir innanbúðarmaður í viðtali við Radar og segir að samningur Demi hafi krafist þess, eðlilega, að hún væri edrú meðan hún væri talskona þess.

Demi gaf út nýja smáskífu „Sober“ nú 21. júní þar sem hún viðurkennir loks að hafa dottið í það. Hún var ekki hreinskilin í fyrstu við félaga sína hjá CAST. Henni var tjáð að hún þyrfti að yfirgefa fyrirtækið og hún var ekki ánægð, að sögn þessa heimildamanns: „Hún segir að CAST skuldi henni þakklætisvott fyrir velgengni meðferðarstöðvanna. Nú eru allir afar sárir vegna gjörða hennar. Þeir vita hinsvegar að hún er bara veik núna. Fíkn er ekki val, hún er sjúkdómur.“

Auglýsing

Annar innanbúðarmaður segir að Demi hafi sjálf ákveðið að enda samband sitt við CAST: „Demi ákvað að það væri hagur hennar í edrúmennsku og bata ef hún væri ekki lengur tengd CAST. Henni finnst hún svikin.“

Demi Lovato fór í neyslu fyrir um tveimur mánuðum síðan, eftir að hafa hætt sambandi við edrú vini sína. Allir hafa áhyggjur af henni og bjóða hana að sjálfsögðu velkomna aftur.

Auglýsing

Eins og staðan er í dag er Demi í innri baráttu:

„Call me when it’s over, ‘cause I’m dying inside,” syngur hún í nýja laginu. „Wake me when the shakes are gone, and the cold sweats disappear. Call me when it’s over. and myself has reappeared.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!