KVENNABLAÐIÐ

Maður kemur fjölskyldu sinni á óvart með því að mæta í eigin kistulagningu

Tvítugur paragvæskur maður skaut fjölskyldu sinni skelk í bringu þegar hann birtist óvænt á heimili sínu þar sem haldin var líkvaka hans. Hafði hann horfið í þrjá daga.

Juan Ramón Alfonso Penayo, frá þorpinu Santa Teresa sem er nálægt landamærunum við Brasilíu hvarf á fimmtudegi. Hann sagði engum hvert hann var að fara og náði fjölskyldan engu sambandi við hann. Var hann því tilkynntur týndur.

Auglýsing

Stuttu eftir að fjölskyldan hafði samband við lögreglu fengu þau þær fréttir að illa farið lík hafi fundist nálægt Santa Teresa og voru þau beðin að koma í líkhúsið og bera kennsl á það.

Landskiki sem um 700 kílómetra langur á landamærum Paragvæ og Brasilíu er afar hættulegur þar sem mörg glæpagengi starfa þar og dreifa fíkniefnum. Því hafði fjölskylda Juans verulegar áhyggjur þegar þau fréttu af brunnum jarðneskum leifum manns og óttuðust hið versta. Þau fóru til borgarinnar Pedro Juan Caballero til að bera kennsl á líkið. Það var, eins og áður sagði, afar illa farið en þau gerðu bara ráð fyrir að um Juan væri að ræða.

Auglýsing

Fjölskyldan tók jarðnesku leifarnar í þorpið og hófu undirbúning jarðarfararinnar. Eins og venja er, er haldin líkvaka á heimili hans þar sem nágrannar og fjölskylda kemur og kveður. Þremur dögum eftir að Juan hvarf birtist hann eins og ekkert hafi gerst en hitti þar fyrir ástvini sína sem höfðu safnast saman í kringum skrínið.

Auglýsing

Eins og gefur að skilja urðu allir steinhissa og fengu hálfgert áfall.

Lögreglan tók síðan leifarnar aftur í líkhúsið en enginn hefur gert tilkall til líksins. Juan Ramón Alfonso Penayo hefur ekki gefið út hvers vegna hann hvarf í þrjá daga en að sjálfsögðu er fjölskyldan ánægð með að ekkert amar að honum.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!