KVENNABLAÐIÐ

Skeggjuð kona er ánægð með hárvöxtinn: Myndband

Nova er 26 ára kona frá Virginiuströnd. Hún fór að fá hárvöxt þegar hún var bara 12 ára gömul og fór að raka sig á hverjum degi því hún var lögð í einelti vegna þessa. Nova hefur síðan ákveðið að hætta að láta samfélagslegan þrýsting hafa áhrif á sig og hætti því að raka sig. Hún var greind með fjölblöðru eggjastokka heilkenni þegar hún var 16 ára. Orsakar það hormónatruflanir og aukinn hárvöxt, m.a. í andliti.

Auglýsing

Þessi glæsilega kona hefur ákveðið að fagna sjálfri sér og hætti því að raka sig í nóvember árið 2017. Hún saknar einskis og hlýtur að vera fyrirmynd margra kvenna í sömu stöðu. Eftir að hún fagnaði hárvextinum frekar en að hefta hann hefur stoltur maki hennar Ash farið að elska hana enn meira!

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!