KVENNABLAÐIÐ

Melania Trump heimsækir nauðungarvist barna í jakka sem á stendur: „Mér er alveg sama“

Forsetafrúin Melania Trump vakti mikla athygli í dag – ekki fyrir að styðja við góðan málstað – eða gagnrýna stefnu Bandaríkjamanna að aðskilja börn og foreldra innflytjenda, heldur fyrir að klæðast 39 dollara jakka úr Zöru sem á stendur: „I really don’t care, do u?“ Var hún að fara um borð í flugvélina þegar hún sást í jakkanum og eins og gefur að skilja ,vakti það talsverða athygli og umfjöllun.

Auglýsing

Talskkona hennar, Stephanie Grisham, sagði að það væri engin „dulin meining“ í jakkanum heldur væri það bara jakki: „Þetta var heimsókn hennar til Texas til að reyna að sýna stuðning. Hún var mikilvæg og ég vona að þetta sé ekki það sem fjölmiðlar ætla að einblína á.“

Auglýsing

Hvort sem þeim líkar betur eður ei, er þetta hinsvegar fókus fjölmiðla akkúrat núna.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!