KVENNABLAÐIÐ

Kardashian ungabörnin hittast loksins öll!

Litla True Thompson, dóttir Khloe Kardashian, hefur verið pínulítið útundan þar sem hún býr ekki í Los Angeles, eins og frænkur hennar, Stormi og Chicago. True eyðir miklum tíma með foreldrum sínum í Cleveland og hefur að sjálfsögðu allt til alls – leikföng og bleikt barnaherbergi sem öll börn myndu öfunda hana af. Hana vantar samt fjölskyldu sína og það breyttist um helgina þegar Khloe fór með hana í heimsókn til allra frændsystkina sinna.

Auglýsing

Auglýsing

 

„Ég er svo spennt“ sagði Kim við ET eftir KKW pop-up sýningu á þann 19. júní síðastliðinn: „Þau komu svo aftur á sunnudag og ég henti öllum börnunum í bílinn til að hitta frænku sína og það var mikil ástarstund.“

Chicago og Stormi hafa verið að tengjast en þær hafa verið að senda Khloe myndir af þeim og segja: „Hvar ertu, True? Við erum að bíða eftir þér!“ en nú hafa þær allar hist og þetta er bara svo gaman.“

Kim segir að myndataka sé í deiglunni en það hafi þó ekki gerst enn. Við munum birta myndir hér ef það gerist!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!