KVENNABLAÐIÐ

Caitlyn Jenner ætlar að stjórna spjallþætti

Caitlyn Jenner á sér þann draum að eignast sinn eigin spjallþátt. Er hún í óða önn að skipuleggja það: „Cait hefur verið að undirbúa næsta skref hjá sér, og hún vill ólm landa eigin þætti,“ segir nafnlaus innanbúðarmaður í viðtali við RadarOnline.

Auglýsing

„Henni finnst það góð leit til að gefa fólki sem ekki hefur rödd stað til að segja sína sögu og koma sér í mjúkinn hjá LGBTQ samfélaginu á sama tíma.“

Auglýsing

Caitlyn (68) er hugrökk að leita á þau mið, sérstaklega þar sem fyrrum Ólympíumeistarinn á fyrrverandi (Kris) og stjúpdóttur (Khloe) sem reyndu slíkt hið sama, en mistókst .

Samt er Cait sannfærð um að henni gangi betur, hún er meira að segja að gæla við að kalla þáttinn „Cocktails with Caitlyn,” sem er andsvar við þætti Khloe „Kocktails with Khloe.“

Auglýsing

„Cait er að hugsa um að selja hugmyndina til sjónvarpsstöðva og vill fjárfesta sjálf þar sem hún vill að þátturinn verði afar vinsæll.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!